Færsluflokkur: Bloggar

Fyrst lán - svo sekt!

Merkilegt að ríkið skuli sekta Kaupþing um heilar 3 milljónir daginn eftir að það lánaði þeim heila 70 milljarða!!! Og hver veit nema FME yfirtaki svo stjórn Kaupþings á morgun og skuldi þá sjálfu sér 3 milljónir!!! Er Skaupið byrjað eða...??
mbl.is FME sektar Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvottavélargjaldtaka AEG

Neytandinn varð fyrir því, ekki alls fyrir löngu að þvottavélin hans, innan við tveggja ára gömul AEG þvottavél, neitaði að klára það prógramm sem henni var uppálagt að gera fyrir eigendur sína.

Næsta dag var hringt í  Bræðurna Ormsson, umboðsbræður vélarinnar góðu. Þar var Neytandanum tjáð af fjálgri símadömu að hann yrði að tala við verkstæði til að fá bót meina vélar sinnar. En því miður væri lokað þar í hádeginu svo Neytandinn yrði að hringja aftur til að fá bótina. Neytandinn var ekki sáttur við það og bað símadömuna, sem líklega er með æviráðningu, miðað við tilsvörina, að biðja mennina á verkstæðinu að hafa samband við Neytandann vegna vandans. Þá hló símadaman við og sagði að þegar þeir á verkstæðinu kæmi úr mat.... væri hún sjálf nefnilega farin í dag og gæti því ekki skilað boðuðunum til þeirra. Og um leið hló hún dátt... líkt og um skemmtiefni væri að ræða. Neytandinn, ekki sáttur, bað hana þá um að koma boðum til verkstæðisins um að hafa samband við sig.

Það gerðist svo daginn eftir. Yfir-allt-hafinn-þvottavélarviðgerðarmaður spurði þá Neytandann hvort hann væri búinn að athuga síuna á vélinni og snúa "græna spjaldinu" þar fyrir innan.... því þar gætu oft leynst aðskotahlutir.....

Neytandinn var búinn að vatnstæma vélina einu sinni.... og tók það sinn tíma..... og opna síur í leit að aðskotahlutum... sem engir fundust. Hann sagðist því ekki hafa meiri tíma í að grúska í þessari þvottavél, sem enn er í fullri ábyrgð hjá seljanda.

Þá var Neytanda tjáð að ef viðgerðarmaður kæmi á staðinn og yrði svo þeirrar gæfu aðnjótandi að finna aðskotahlut í frárennslissíu þvottavélarinnar, kostaði það Neytandann 8 þúsund krónur.

Neytandinn féllst á að láta reyna á þann kost.... þar sem allar aðrar ráðleggingar frá viðgerðarverkstæði höfðu engan árangur borið. Í millitíðinni hafði Neytandinn þó samband við reynda húsmóður sem hann þekkir og á nákvæmlega eins þvottavél og hann. Hún tjáði honum að hún hefði lent í nákvæmlega eins uppákomu með sína vél.... og eftir mikið jamm japl og fuður við viðgerðarmenn Ormssons-bræðra hefði komið í ljós að skynjari í vélinni væri gallaður.

Þetta hefur viðgerðarmaður Neytandans líklega lært.... því hann var ekki búinn að garfa í vélinni nema í nokkrar mínútur, þegar hann hrópaði sigri hrósandi innan úr þvottahúsi Neytandans: "Sjöþúsundníuhundruðníutíuogfjórar...."

Neytandanum brá dáldið þegar viðgerðarmaðurinn fór að hrópa tölur upp úr þegjanda hljóði, en gerði sér fljótt fyrir að ferð viðgerðarmannsins hefði verið til fjár..... fyrir hann sjálfan.....

Viðgerðarmaðurinn otaði þá einhverju sem líktist sótsvörtum tannstöngli framan í Neytandann og sagðist hafa fundið þetta í frárennslinu af vélinni og því kostaði þetta 8 þús krónur fyrir Neytandann.

 

Það skrýtna var samt að Neytandinn var að þvo handklæði þegar þetta gerðist......... 


Besti vinur aðal...

Æ.... Neytandinn veit ekki hvort þessi maður er að sleikja upp "aðal" með gífuryrtum lýsingum um ágæti manns og músar....... eða hvort hann meinar etv ekki snefil með orðum sínum....

 Hann sagði líka að það yrði að taka á fátækt og lakri stöðu kvenna......

Væri þá ekki bara gott fyrir hann að drífa sig heim og laga til í hans eigin garði áður en hann fer að arfagreina aðra garða???

Sorglegt...... 


mbl.is Verði öld SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klukkustund til eða frá...?

Yfir sumartímann vaknar Neytandinn í björtu og sofnar í björtu! Yfir vetrartímann vaknar Neytandinn hins vegar í myrkri og sofnar í myrkri! Hann sér ekki hvað klukkustund til eða frá hefur með sólina að gera svona norðarlega á jarðarkringlunni.

Nær þætti Neytandanum að fá fjársterka aðila til að losa þá eyju, er kölluð er Ísland, upp frá rótum sínum og draga hana sunnar í höfin! Þannig getum við haldið UTC, en fengið þó mun skarpari skil á milli sumars og vetrar! Eða reyndar vors og hausts, eins og árstíðirnar tvær heita á þeirri eyju! 


mbl.is Myrkir morgnar en björt kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsferðir / JetX

k64044_02_lgNeytandinn frétti af fólki sem hafði keypt sér flugfar fyrir þrjá fullorðna með Heimsferðum / JetX til Alicante á Spáni um daginn.

Ferðin frá Íslandi gekk vel, en þegar kom að heimför kárnaði gamanið. Áætluð brottför frá Alicante átti að vera rétt fyrir miðnætti. Síðdegis þann dag höfðu Heimsferðir samband við það fólk sem Neytandinn þekkir, og tjáði þeim að bröttför seinkaði til kl 7 um morguninn. Fólkið tók nætursvefn, takmarkaðan þó og lagði svo af stað út á flugvöll milli kl 4 og 5 um morguninn.

Þar komust þau að því að fluginu myndi seinka líklega enn frekar, en var ráðlagt að tékka sig inn, því ef þau færu að flugvellinum gat allt eins verið að þau myndu missa af vélinni!!

Þá hófst biðin. Vél frá Iceland Express hóf sig til flugs, með farþega til Íslands.... en ekkert spurðist af vélinni frá JetX. Leið og beið og farþegar farnir að ókyrrast. Þegar venslafólk Neytandans hóf að spyrjast fyrir um hverju þetta sætti, fékk það þau svör að þar sem þau höfðu einungis keypt flugfar með félaginu, en ekki hótelgistingu, bæri JetX enga ábyrgð á þeim!!!! Þetta græðir maður á að hafa lélegt starfsfólk í vinnu.... sem veit ekki að ÖLL flugfélög á evrópska efnahagssvæðinu bera lágmarksábyrgð gagnvart farþegum..... óháð því hvort þeir kaupa hótelgistingu, bílaleigubíl, grænmetismat eða biðja um aukasúrefni!!! Það kom svo í ljós síðar!

Skemmst er frá því að segja að venslafólk Neytandans beið í 18 klukkustundir eftir að flugvél frá Icelandair kæmi að sækja þau, til að koma þeim til síns heima.

Þegar heim var komið leitaði fólkið réttar síns hjá Heimsferðum, en voru boðnar 6 þúsund íslenskra króna inneigna upp í aðra ferð hjá sömu ferðaskrifstofu..... sem sagt 2 þúsund krónur pr. farþega!!!

Nokkuð ljóst er að þetta fólk mun ekki nýta sér þá inneign!! 


Frjálsi frjárfestingabankinn

greencupNeytandinn þurfti að hringja í Frjálsa fjárfestingabankann kl 09:45 í morgun. Hann bað um að honum yrði gefið samband við einn nafngreindan þjónustufulltrúa! "Nei, hún er í kaffi.... hringdu bara aftur eftir svona kortér, tuttugu mínútur", var svarið frá símadömunni!!!

Neytandinn spyr: "Hefði símadaman ekki einu sinni átt að gera tilraun til að taka skilaboð til þjónustufulltrúans um að hringja til baka?" Eða eru þetta kannski dulbúin skilaboð til Neytanda um að reyna ekki að hafa samband við banka í von um að fá lán hjá honum?

En það sem Frjálsi fjárfestingabankinn vissi ekki, var að Neytandann vantaði að tala við þjónustufulltrúann í þeim tilgangi að fá upplýsingar um hvar hann ætti að leggja inn til að greiða upp lán sem hann var með! Frjálsi tók kaffitímann fram yfir kúnnann!

 


Er Neytandinn fífl?

Stundum finnst Neytandanum að seljendur vöru og þjónustu telji hann fífl. Hvers vegna? Jú, þegar hann sér auglýsingar eins og þær sem birst hafa frá hóteli einu í Hveragerði undanfarna daga.

Í auglýsingu þeirri er samanburðartafla, sem jafnvel sljóasti neytandi myndi vart falla fyrir í því skyni að beina viðskiptum sínum til hótelsins. Samanburðartaflan er að sjálfsögðu m.v. hina frægu tölu: 2 fullorðnir og tvö börn (0-12 ára).

 Hún er eitthvað á þessa leið:

--------------------------- 

Tjaldútilega úti á landi:
Gisting á tjaldsvæði 1.500 kr.
Dvöl fyrir alla fjölskylduna á Hótel Örk:
Gisting og dvöl á fyrsta flokks hóteli 39.600 kr.

Aths. Neytandans:
Hvers vegna er "dvöl" innifalin í gistingunni á hótelinu en ekki á tjaldstæðinu? Er gert ráð fyrir að Neytandinn sé að "græða" eitthvað sérstaklega á að fá að "dvelja" á hótelinu sem hann keypti sér gistingu á?? 

---------------------------

Tjaldútilega úti á landi:
Bensín 19.786 kr.
Dvöl fyrir alla fjölskylduna á Hótel Örk:
Morgunverður 0 kr.

Aths. Neytandans:
Hvenær varð bensín og morgunverður það sama??? Kannski drekkur einhver bensín í morgunverð! Kannski ekki! En gera þeir sem stýra Hótel Örk kannski ekki ráð fyrir því að þeirra kúnnar komi annars staðar frá en Hveragerði? Þá skilur Neytandinn kannski þennan samanburð!

----------------------------

Tjaldútilega úti á landi:
Gos og nammi á leiðinni 1.650 kr.
Dvöl fyrir alla fjölskylduna á Hótel Örk:
Þriggja rétta kvöldverður 0 kr.

Aths. Neytandans:
Hvað varð um allan matinn frá morgunverði fram að kvöldverði fyrir alla fjölskylduna?? Þeir á Hótel Örk skaffa kannski gestum sínum skotsilfur fyrir millimáli?? Hélt ekki!

---------------------------

Tjaldútilega úti á landi:
Auka tjaldhælar og kælibox 2.400 kr.
Dvöl fyrir alla fjölskylduna á Hótel Örk:
Sundlaug í bakgarðinum 0 kr.

Aths. Neytandans:
Bíddu!!! Aukatjaldhælar og kælibox??? Kannski ætlar Neytandinn bara að vera í fellihýsinu sínu, nú eða  hjólhýsinu, með innbyggðum ísskáp og laus við alla tjaldhæla! En hvað með ef Neytandinn þarf að taka með sér heilsukodda og æðadúnssæng á Hótelið?? Hvað kostar það þá til viðbótar við nóttina??

---------------------------- 

Tjaldútilega úti á landi:
Einnota grill 1.490 kr.
Dvöl fyrir alla fjölskylduna á Hótel Örk:
Golfvöllur í bakgarðinum 0 kr.

Aths. Neytandans:
Neytandinn sér ekki annað en nauðsynlegt sé að taka með sér einnota grill á Hótel Örk og grilla kannski pylsur handa fjölskyldunni á golfvellinum í bakgarðinum, þar sem greinilega er ekki boðið upp á neitt að borða frá því morgunverður er fram borinn, fram að kvöldverði! Neytandinn þarf jú að nærast!

--------------------------------

Tjaldútilega úti á landi:
Kol og grillolía 1.800 kr.
Dvöl fyrir alla fjölskylduna á Hótel Örk:
Jarðgufubað á staðnum 0 kr.

Aths. Neytandans:
Bíddu bíddu bíddu!!!! Kol og grillolía??? Sé ekki annað en Neytandinn hafi þurft að taka með sér einnota grill í útileguna!! Hví skyldi hann þurfa kol og grillolíu líka???
Eða eru kannski jarðgufuböðin í Hveragerði drifin með kolum og grillolíu, sem Neytandinn á að skaffa??

----------------------------------- 

Tjaldútilega úti á landi:
Matur og drykkur 12.000 kr.
Dvöl fyrir alla fjölskylduna á Hótel Örk:
Frítt á golfvöllinn í Hveragerði 0 kr.

Aths. Neytandans:
Auðvitað þarf aumingjans fólkið sem gistir á Hótel Örk að nærast eitthvað á milli mála sem þeir "skaffa" inni í þessu verði!! En til hvers að fara á golfvöllinn í Hveragerði??? Sögðu þeir ekki rétt áðan að það væri golfvöllur í bakgarðinum á hótelinu?? Eða seldu þeir hann í skiptum fyrir einnota grill?????

--------------------------------------- 

Annað hefur Neytandinn ekki um þetta að segja, en hér er auglýsingin sem um ræðir:

Fjolskylduherferd_juni


Tax end djútí frííí!???

Neytandinn þolir ekki að láta hafa sig..... nú eða þá aðra að fíflum..... í hagnaðarskyni.

 

Neytandinn keypti á dögunum nýja diskinn frá Bubba Morthens. Hann keypti diskinn í fríhöfninni, vegna þess að í einfeldni hins týbíska neytanda, treysti hann því að verðið væri hagstæðast þar. En hvað sér svo Neytandinn þegar hann kemur heim? Auglýsingu frá Hagkaup (þeirri annars dýru verslun) í Fréttablaðinu, þar sem nýjasti diskur Bubba er auglýstur á nákvæmlega sama verði og í fríhöfninni, 1.999 krónur! Þá spyr Neytandinn: "Hvert fór taxinn og djútíinn, sem Neytandinn hélt að hann væri að spara sér með að versla í "Tax end djútífrí" sjoppu á vegum ríkisins?? Neytandinn heldur að sá skattur og tollur hafi runnið beint í vasa ríkisins, undir heitinu "svínsleg álagning".

Þannig er reyndar um margar aðrar vörur í fríhöfninni og finnst Neytandanum það skylda sín að vara aðra við verðlaginu í þeirri verslun. Það er ekki af einskærri þjónustulund, sem ríki ákvað að stækka fríhöfnina um allan helming fyrir hina sólbrenndu kúnna sem þangað koma! 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband