Tax end djútí frííí!???

Neytandinn þolir ekki að láta hafa sig..... nú eða þá aðra að fíflum..... í hagnaðarskyni.

 

Neytandinn keypti á dögunum nýja diskinn frá Bubba Morthens. Hann keypti diskinn í fríhöfninni, vegna þess að í einfeldni hins týbíska neytanda, treysti hann því að verðið væri hagstæðast þar. En hvað sér svo Neytandinn þegar hann kemur heim? Auglýsingu frá Hagkaup (þeirri annars dýru verslun) í Fréttablaðinu, þar sem nýjasti diskur Bubba er auglýstur á nákvæmlega sama verði og í fríhöfninni, 1.999 krónur! Þá spyr Neytandinn: "Hvert fór taxinn og djútíinn, sem Neytandinn hélt að hann væri að spara sér með að versla í "Tax end djútífrí" sjoppu á vegum ríkisins?? Neytandinn heldur að sá skattur og tollur hafi runnið beint í vasa ríkisins, undir heitinu "svínsleg álagning".

Þannig er reyndar um margar aðrar vörur í fríhöfninni og finnst Neytandanum það skylda sín að vara aðra við verðlaginu í þeirri verslun. Það er ekki af einskærri þjónustulund, sem ríki ákvað að stækka fríhöfnina um allan helming fyrir hina sólbrenndu kúnna sem þangað koma! 

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Tími til kominn ad tala um þetta. Heyr heyr....

Gulli litli, 16.6.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband