16.6.2008 | 21:52
Tax end djútí frííí!???
Neytandinn þolir ekki að láta hafa sig..... nú eða þá aðra að fíflum..... í hagnaðarskyni.
Neytandinn keypti á dögunum nýja diskinn frá Bubba Morthens. Hann keypti diskinn í fríhöfninni, vegna þess að í einfeldni hins týbíska neytanda, treysti hann því að verðið væri hagstæðast þar. En hvað sér svo Neytandinn þegar hann kemur heim? Auglýsingu frá Hagkaup (þeirri annars dýru verslun) í Fréttablaðinu, þar sem nýjasti diskur Bubba er auglýstur á nákvæmlega sama verði og í fríhöfninni, 1.999 krónur! Þá spyr Neytandinn: "Hvert fór taxinn og djútíinn, sem Neytandinn hélt að hann væri að spara sér með að versla í "Tax end djútífrí" sjoppu á vegum ríkisins?? Neytandinn heldur að sá skattur og tollur hafi runnið beint í vasa ríkisins, undir heitinu "svínsleg álagning".
Þannig er reyndar um margar aðrar vörur í fríhöfninni og finnst Neytandanum það skylda sín að vara aðra við verðlaginu í þeirri verslun. Það er ekki af einskærri þjónustulund, sem ríki ákvað að stækka fríhöfnina um allan helming fyrir hina sólbrenndu kúnna sem þangað koma!
Athugasemdir
Tími til kominn ad tala um þetta. Heyr heyr....
Gulli litli, 16.6.2008 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.