Heimsferðir / JetX

k64044_02_lgNeytandinn frétti af fólki sem hafði keypt sér flugfar fyrir þrjá fullorðna með Heimsferðum / JetX til Alicante á Spáni um daginn.

Ferðin frá Íslandi gekk vel, en þegar kom að heimför kárnaði gamanið. Áætluð brottför frá Alicante átti að vera rétt fyrir miðnætti. Síðdegis þann dag höfðu Heimsferðir samband við það fólk sem Neytandinn þekkir, og tjáði þeim að bröttför seinkaði til kl 7 um morguninn. Fólkið tók nætursvefn, takmarkaðan þó og lagði svo af stað út á flugvöll milli kl 4 og 5 um morguninn.

Þar komust þau að því að fluginu myndi seinka líklega enn frekar, en var ráðlagt að tékka sig inn, því ef þau færu að flugvellinum gat allt eins verið að þau myndu missa af vélinni!!

Þá hófst biðin. Vél frá Iceland Express hóf sig til flugs, með farþega til Íslands.... en ekkert spurðist af vélinni frá JetX. Leið og beið og farþegar farnir að ókyrrast. Þegar venslafólk Neytandans hóf að spyrjast fyrir um hverju þetta sætti, fékk það þau svör að þar sem þau höfðu einungis keypt flugfar með félaginu, en ekki hótelgistingu, bæri JetX enga ábyrgð á þeim!!!! Þetta græðir maður á að hafa lélegt starfsfólk í vinnu.... sem veit ekki að ÖLL flugfélög á evrópska efnahagssvæðinu bera lágmarksábyrgð gagnvart farþegum..... óháð því hvort þeir kaupa hótelgistingu, bílaleigubíl, grænmetismat eða biðja um aukasúrefni!!! Það kom svo í ljós síðar!

Skemmst er frá því að segja að venslafólk Neytandans beið í 18 klukkustundir eftir að flugvél frá Icelandair kæmi að sækja þau, til að koma þeim til síns heima.

Þegar heim var komið leitaði fólkið réttar síns hjá Heimsferðum, en voru boðnar 6 þúsund íslenskra króna inneigna upp í aðra ferð hjá sömu ferðaskrifstofu..... sem sagt 2 þúsund krónur pr. farþega!!!

Nokkuð ljóst er að þetta fólk mun ekki nýta sér þá inneign!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu gátu þau kvartað. Við þurfum að kvarta yfir ferð sem við erum nýkomin heim úr frá þeim og okkur var sagt að maðurinn sem sæi um kvartanir væri í fríi til loka júní.

sonja (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband