Ungmenni á mbl; fólk á vísi...

Á Vísi er sagt frá hópi fólks sem mótmælir í Landsbanka. Á mbl.is er aftur á móti sagt frá því að hópur ungmenna hafi ruðst inn í Landsbankann.

 Ég reikna með að það sé ekki sama hvar maður stendur þegar maður horfir á hlutina. Finnst einhvern veginn eins og mbl sé að reyna að rýra áhrif mótmæla með því að tilgreina að um ungmenni sé að ræða. Það gleymist kannski að ungmenni hafa líka kosningarétt og geta valið sjálf hvað þau vilja. Ráðamenn vinna líka fyrir ungmenni..... (eða eiga amk að gera það).


mbl.is Mótmælendur skiptu um útibú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi ungmenni hafa flest öll ekki kosningarétt enda undir 18 ára aldri.

Jón (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 10:40

2 identicon

Aldur sést ekki alltaf utan á fólki. Fólk telur mig vera of unga til að kaupa tóbak og ég hef reynslu af því misrétti sem á sér stað gagnvart ungu fólki. Ég er 25 ára og telst því fullorðin en mér finnst sorglegt að heyra og sjá það þegar börnum og unglingum er mismunað útaf aldri. Þau eru fullgildar manneskjur sem ber að virða!

Anna (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 11:06

3 identicon

Ekki veit ég hvort Jón var þarna viðstaddur og ég þekki ekki nærri alla sem þarna voru. Ég sá þó engin börn taka þátt í aðgerðinni nema kornabarn sem hvíldi í fangi pabba síns sé talið með. Þeir sem ég kannast við eru á aldrinum 20-50 ára, meirihlutinn um 25 ára. Annars skiptir það ekki öllu máli. Unglingar hafa nefnilega líka fullan rétt til að hafa skoðanir og tjá þær.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 11:58

4 identicon

Þessi tegund mótmæla færir okkur ekkert, enda er stuðningurinn við þær orðin tóm, enda sést það á fjöldanum.  Og meira að segja helmingurinn þorir ekki einu sinni að sýna andlit sitt.  Hitt eru skólakrakkar sem nenna ekki að vera í skóla, og ætla sér væntanlega að komast í gegnum lífið á þeirri lífsskoðun (semsagt á velferðarvængnum). 

Skammarlegt að sjá þetta fólk sem setur út á að forsætisráðherra hvísli að fréttamaður sé dóni... skuli öskra "aumingi", "ræningi", "fáviti" o.fl. að háttsettum embættismönnum.  Maður sem nýverið henti skó nálægt þjóðhöfðingja á yfir höfði sér 2ja - 7 ára fangelsi.  Ég styð að þessu fólki sé stungið í steininn áður en steinn verður einhverjum að bana!

Funi (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 13:27

5 identicon

Ef heilræðið 'sá yðar sem skuldlaus er, kasti fyrsta steininum' þá verður víst lítið um grjótkast á þessu landi næstu árin.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband